Fjallaf?lagi? Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
+Forsíđa +Ferđir +Myndir +Leiđarlýsingar +Haraldur Örn +Fjallafélagiđ
Ferđir í bođi
FJALLGÖNGUÁSKORUN 2020


Lögildur ferdaskipuleggjandi
Ferđir :: Ferđir í bođi :: 9000-metra áskorun

9000-metra áskorun


9000-metra áskorunin 2011 er röð af áhugaverðum fjallgöngum með ögrandi lokatakmark. Æfingagöngurnar veita góða þjálfun og undirbúning fyrir stóru göngu vorsins. Gengið verður annað hvert þriðjudagskvöld og annan hvern laugardag. Nú er hægt að velja á milli Hvannadalshnúks og Hrútsfjallstinda sem lokatakmarks. 

+ Dagskrá


 
Dags. Vikudagur Dagskrárliður Hæðarhækkun
18. janúar Þriðjudagur Opinn kynningarfundur. Grand Hótel kl. 20    ---
22. janúar Laugardagur Þríhnúkar    240m.
01. febrúar Þriðjudagur Helgafell ofan Hafnarfjarðar    268m.
05. febrúar Laugardagur Keilir    268m.
15. febrúar Þriðjudagur Helgafell í Mosfellssveit    155m.
19. febrúar Laugardagur Kerhólakambur    790m.
01. mars Þriðjudagur  Reykjafell í Mosfellssveit    160m.
05. mars Laugardagur  Hengill    475m.
15. mars Þriðjudagur  Stóri-Meitill    264m
19. mars Laugardagur  Ármannsfell    604m.
29. mars Þriðjudagur  Fræðslukvöld    ---
02. apríl Laugardagur  Hvalfell    792m.
12. apríl Þiðjudagur  Geitafell    299m.
16. apríl Laugardagur  Skarðsheiði    973m.
26. apríl Þriðjudagur  Dýjadalshnúkur    680m.
30. apríl Laugardagur Hátindur - Laufaskörð    809m 
10. maí Þriðjudagur Brekkukambur    606m.
24. maí Þriðjudagur Esjan upp að Steini - Tímamæling    580m.
30. maí Mánudagur Undirbúningsfundur    ---
2-5. júní Fim.-sun. Hvannadalshnúkur/Hrútfjallstindar    2000m
    Heildarhækkun
   9.963 m

 


Verð: kr.45.000*

*Innifalið: Leiðsögn, leiga á öryggisbúnaði í göngu á Hvannadalshnúk eða Hrútsfjallstinda (broddar, ísöxi og belti), afslættir í útivistarverslunum og afslættir af öðrum ferðum Fjallafélagsins.

Hámarksfjöldi: 84

Lágmarksfjöldi: 40

Ekki er hægt að kaupa einstakar ferðir eða æfingagöngur án lokatakmarks.

Nánari upplýsingar
Æfingaferðirnar eru hannaðar til að veita þátttakendum þjálfun til að takast á við hæstu tinda landsins. Fyrstu göngurnar eru auðveldar en þegar líður nær vori verða þær meira krefjandi. Þriðjudagsgöngurnar munu hefjast kl. 18:00 og laugardagsgöngurnar kl. 10:00. Allar ferðirnar eru dagsferðir og hittast þátttakendur við upphafsstað göngunnar á þriðjudögum. Á laugardögum verður í boði að hittast á höfuðborgarsvæðinu á fyrirfram ákveðnum stað og sameinast í bíla. Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti. Ef verðurspá er óhagstæð og betra veðri spáð daginn eftir mun ferðum í einhverjum tilvikum vera frestað um einn dag. Þannig getur þriðjudagsganga orðið miðvikudagsganga og laugardagsganga orðið sunnudagsganga. Einnig kann í einhverjum tilvikum að vera nauðsynlegt að gera aðrar breytingar á dagskránni svo sem að ganga á annað fjall en upphaflega var áætlað. Tilkynningar verða sendar til þátttakenda í síðasta lagi kl. 12 daginn fyrir göngu og þurfa því þátttakendur ávallt að fylgjast með tölvupósti sínum.

Gangan á Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstinda verður 2. til 5. júní 2011 og verður lokaákvörðun tekin út frá veðurspá. Þátttakendur þurfa því að gera ráð fyrir að taka sér frí frá vinnu föstudaginn 3. júní. Endanleg ákvörðun um brottfarartíma verður tekin kl. 12 á miðvikudeginum 1. júní og tilkynning send í tölvupósti. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér austur í Öræfi á einkabílum. Bókun gistingar er einnig í höndum hvers og eins. Gengin verður Sandfellsleið. Hæðarhækkunin er um 2000 metrar og má gera ráð fyrir að uppgangan taki um 9 tíma en heildargöngutími upp og niður verði um 14 tímar.

Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.

Öryggismál, tryggingar og skilmálar
Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í ferðinni. Farið verður yfir öryggismál á undirbúningsfundi og við upphaf ferðar. Mikilvægt er að þátttakendur taki vel eftir þessum atriðum og fari eftir leiðbeiningum fararstjóra. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðinni. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar. Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir að æfingaferðir hefjast 22. janúar.

+ Myndir


                                                                     
Kort

Hagnýtar upplýsingar um ferđ
Heildarhækkun9963 metrar
Fjöldi tinda17
Hámarksfjöldi 84
VerĂ°45.000 ISK
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli