Fjallafélagiğ Skráning á póstlista
Viğ erum á facebook!
Forsíğa Ferğir Myndir Leiğalısingar Haraldur Örn Fjallafélagiğ
Ferğir í boği
FJALLGÖNGUÁSKORUN 2020


Lögildur ferdaskipuleggjandi
Ferğir :: Ferğir í boği :: FJALLAFITT - Nıtt námskeiğ

FJALLAFITT - Nıtt námskeiğ


FJALLAFITT – SKEMMTILEGT OG KREFJANDI NÁMSKEIÐ!

Næsta FJALLAFITT námskeið hefst í apríl 2015.  Nánari upplýsingar verða settar inn hér á síðunni í tæka tíð. 

 • 10 æfingar – einu sinni í viku 
 • 1-3 þjálfarar á hverri æfingu (fer eftir fjölda)
 • Snarpar og skipulagðar brekkuæfingar ásamt teygjum
 • Engin æfing eins
 • Sértilboð á utanvegaskóm og hlaupafatnaði frá INTERSPORT
 • Aukið úthald og þrek.  Aukinn styrkur fyrir frekari átök.  
 • Verð: 18.000

Hvað er Fjallafitt?
Fjallafitt er nýtt námskeið fyrir þá sem vilja sameina útivist og náttúruupplifun við þrek- og úthaldsæfingar.  Á námskeiðinu tökumst við á við fjöll og brekkur um leið og við tökum á því með skipulögðum og skemmtilegum æfingum sem auka þol, úthald og styrk.  Í stað líkamsræktartækjanna eða hlaupastígsins verður æfingavöllur okkar í Heiðmörk, Úlfarsfelli, Esjunni og Öskjuhlíð. 

Fyrir hverja er Fjallafitt?
Fyrir alla sem stunda hlaup/utanvegahlaup eða aðra líkamsrækt og vilja auka fjölbreytni í sinni þjálfun.  Námskeiðið hentar einnig vel þeim stunda Crossfit, Bootcamp, lyftingar eða aðra slíka líkamsrækt en vilja auka úthald og þol um leið og þeir njóta útiveru í íslenskri náttúru.  

Við lofum krefjandi og skemmtilegum æfingum!   
Æfingarnar taka í flestum tilfellum 60-90 mínútur.  Þær eru uppbyggðar sem sambland af:

 • Upphitunarskokk og/eða léttum teygjum í byrjun æfingar
 • Hröð fjallganga / fjallahlaup / brekkuæfingar
 • Djúpar teygjur sem gefa aukinn styrk
 • Áhersla á kvið, bak og stoðkerfi
 • Spjall og gleði

Er Fjallafitt of erfitt fyrir mig?
Lágmarkskröfur eru þær að viðkomandi geti hlaupið 10 km á 60 mínútum eða skemur.  Hver og einn stýrir sínum hraða og álagi á æfingunni þannig að enginn þarf að hræðast æfingarnar.  Hér er þó um nokkuð krefjandi námskeið að ræða enda fókusinn á brekkuæfingar.  Lengd brekkuæfingar og/eða fjöldi "reps" verður stillt af í takti við hópinn.  Stundum er hópnum skipt upp á æfingunni, allt eftir atvikum.  Enginn er „skilinn eftir“.  Þetta er ekki keppni og snýst ekki um hver er fyrstur eða síðastur.

Hvernig á ég að vera klædd(ur)?
Í flestum tilfellum er það hlaupafatnaður fyrir utanvega- og vetrarhlaup sem hentar best.  Skóbúnaður er mikilvægur en mælt er með utanvegaskóm með grófum sóla.  Hefðbundnir hlaupaskór duga líka. Gott er að hafa létta næringu (t.d. banana/orkustykki og vatnsbrúsa) með sér til að fylla á tankinn strax eftir æfinguna. 

Ráðgjöf/aðstoð við þjálfun: Karen Axelsdóttir, þríþrautarkona 
Karen er höfundurinn að æfingaáætlun FJALLAFITT.  Hún mun vera með okkur á nokkrum æfingum til að aðstoða við þjálfum og veita þátttakendum góð ráð.  Hún lumar á endalausum ráðleggingum,  hvort sem það er til að hlaupa hraðar, koma í veg fyrir meiðsli eða njóta líðandi stundar.
Karen er með Mastersgráðu í mannauðsstjórnun  frá London School of Economics. Hún tók einkaþjálfarapróf frá American Council of Exercise árið 2005 og starfaði alfarið við þríþrautarþjálfun í London frá 2008 til 2012.  Karen hefur átt farsælan keppnis- og þjálfunarferil og hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum stórmótum áhugamanna.  Þá lauk hún Ironman Austria árið 2011 og hafnaði í 11. sæti að atvinnumönnum meðtöldum, 2. í aldursflokki.  Heildartími hennar var 9:24:31 sem var nýtt Íslandmet kvenna og karla. 

   

Umsjón og þjálfun: Örvar Þór Ólafsson, leiðsögumaður og langhlaupari.  
Örvar hefur reynslu af maraþonhlaupum erlendis sem og utanvegahlaupum á Íslandi (Laugavegshlaupi, Jökulsárhlaupi o.fl.).  Örvar er framkvæmdastjóri og leiðsögumaður hjá Fjallafélaginu. 

   
Þjálfun:  Haraldur Örn Ólafsson, stofnandi Fjallafélagsins. 
Haraldur tók sín fyrstu skref í fjallamennsku 14 ára gamall með Íslenska alpaklúbbnum (Ísalp).  Hann er hvað þekktastur fyrir ferð sína á Norðurpólinn en um þessa svaðilför skrifaði Haraldur bókina "Einn á ísnum".  Meðal annarra leiðangra Haralds Arnar má nefna Mt. Everest og Suðurpólinn. 

 

   

Öryggismál, tryggingar og skilmálar

Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum og námskeiðum Fjallafélagsins.  Fjallgöngur/fallahlaup fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðum/námskeiði. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum/námskeiðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.  Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir að æfingar hefjast 14. apríl.  

 

Kort
Hagnıtar upplısingar um ferğ
milli
Fjallafélagiğ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli